Virpi skipuleggur

Þegar skipulagsleysi veldur vanda

Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður; börn fæðast, unglingar flytja að heiman, hjón skilja, efnahagsaðstæður breytast, nákomnir deyja, við skiptum um vinnu eða flytjum oft. Allar þessar breytingar hafa í för með sér gamla og nýja hluti, oft ofgnótt af hlutum – og stundum er ekki auðvelt að eiga við þetta allt, að minnsta kosti ekki ein og óstudd.

Skipulagsleysi getur endurspeglast í líðan; þegar maður hugsar um tiltekt en veit ekki hvar á að byrja og manni fallast hreinlega hendur. Öll getum við lent í því að vera einn daginn stödd þar í lífinu að verkefnin virðast óyfirstíganleg og maður veit ekki hvar á að byrja.

Virpi skipuleggur

Þegar skipulagsleysi veldur vanda

Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður; börn fæðast, unglingar flytja að heiman, hjón skilja, efnahagsaðstæður breytast, nákomnir deyja, við skiptum um vinnu eða flytjum oft. Allar þessar breytingar hafa í för með sér gamla og nýja hluti, oft ofgnótt af hlutum – og stundum er ekki auðvelt að eiga við þetta allt, að minnsta kosti ekki ein og óstudd.

 

Skipulagsleysi getur endurspeglast í líðan; þegar maður hugsar um tiltekt en veit ekki hvar á að byrja og manni fallast hreinlega hendur. Öll getum við lent í því að vera einn daginn stödd þar í lífinu að verkefnin virðast óyfirstíganleg og maður veit ekki hvar á að byrja.

Reglu komið á með skipulagsaðstoð

Með skipulagsaðstoð er auðveldara að losa sig við allan óþarfa og skapa í framhaldinu nýjar venjur. Tilgangur þjónustunnar er að skapa pláss og tíma.

 

Saman förum við í gegnum hluti sem ekki er lengur þörf á og röðum mikilvægari munum og pappírum til þess að aðlaga fjölda muna að stærð rýmisins sem er til umráða hverju sinni. Markmiðið er betri yfirsýn og einfaldara líf.

 

Tiltekt með utanaðkomandi aðstoð er árangursrík. Með skipulagsaðstoð er auðveldara að láta óþarfa hluti fara og skapa um leið skipulag sem auðvelt er að viðhalda. Allt er unnið í góðu samstarfi við viðskiptavininn og byggir á gagnkvæmu trausti, þörfum og markmiðum hans.

Skipulagskassinn

Í hnotskurn

Virpi Á réttri hillu:

 

  Hlustar og aðstoðar við að skilgreina markmið viðskiptavina

  Aðstoðar við að flokka óþarfa hluti frá mikilvægum á skipulagðan máta frá upphafi til enda

  Aðstoðar við að búa til skipulag sem auðvelt er að fylgja

  Styður ferlið þar sem breytingar eiga sér stað

  Aðstoðar viðskiptavininn við að sleppa tökunum á því sem hefur lokið hlutverki sínu

VERÐSKRÁ

Mjög misjafnt er hversu mikinn tíma þarf í hvert verk. Það fer eðlilega mikið eftir umfanginu og einnig getu viðskiptavinarins að taka ákvarðanir. Sumir eru snöggir að ákveða sig, aðrir eru lengur að meta hvað megi fara og hvers þeir geti alls ekki verið án.

Tímagjald

Fyrsta viðtal

12.200 kr.

Vinnustundir

10.200 kr.

Afsláttur

10% afsláttur fyrir einstæða foreldra og lífeyrisþega, gildir þó ekki um fyrsta viðtal.

Nánari upplýsingar um verðið

Stærri verk er samið um sérstaklega. Kílómetragjald bætist við ef unnið er utan höfuðborgarsvæðisins.

Innifalið í verðinu er viðvera og stuðningur við ferlið við að taka ákvarðanir. Skipulagsaðstoðin felst í því að styðja markmið viðskiptavinarins, sjá til þess að hlutirnir séu gerðir í góðri og skynsamlegri röð, aðstoða við framkvæmdina og að sjá til þess að dagsverkinu verði lokið á tilsettum tíma. Þjónustan er aðlöguð þörfum viðskiptavinarins hverju sinni.

Deila síðunni: