Fyrirlesarinn Virpi
Fyrirlesarinn_Virpi

Virpi Á réttri hillu er skemmtilegur fyrirlesari hvort sem um er að ræða hóp af starfsfólki á tiltektardegi, kvöldstund kvenfélagsins, opinn fyrirlestur í bókasafni bæjarins eða námskeið á netinu. Hún er hafsjór af fróðleik, á til endalaust af góðum ráðum og sniðugum uppástungum að lausnum.

Megináherslan í erindum og á námskeiðum Virpi er að bæta líðan og létta lund þátttakenda og að leita að öllum þeim þáttum sem eru sammannlegir og sem flestir kannast við en sem okkur hættir stundum til að halda að hái engum í heiminum nema okkur sjálfum.

Markmið Virpi er að allir sem hlusta á erindi hennar fái svör við sem flestum af spurningum sínum og fari til síns heima eða til sinna starfa með hugmynd um fyrstu skrefin í áttina að skýrara, léttara og einfaldara hversdagsskipulagi.

Virpi fjallar mikið um mikilvægi og áskoranir þess að sleppa tökunum en það er oft prófsteinninn í skipulags- og tiltektarverkefnum. Virpi tekur sjálfa sig ekki of alvarlega og leitast við að hafa öll erindin létt og aðgengileg.

FYRIRLESARINN VIRPI BÝÐUR UPP Á EFTIRFARANDI VALKOSTI:

Áhrif skipulags á líðan

Skipulagsleysi getur endurspeglast í líðan; þegar maður hugsar um tiltekt en veit ekki hvar á að byrja og manni fallast hreinlega hendur. Öll getum við lent í því að vera einn daginn stödd þar í lífinu að verkefnin virðast óyfirstíganleg og maður veit ekki hvar á að byrja.

Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður sem hafa oft í för með sér gamla og nýja hluti, oft ofgnótt af hlutum – og stundum er ekki auðvelt að eiga við þetta allt, að minnsta kosti ekki ein og óstudd.

Megináhersla erindisins er á hvernig skipulag nýtist sem verkfæri í átt að bættri líðan og á mikilvægi þess að skoða raunverulegar þarfir okkar og langanir hér og nú og aðgreina þær frá þörfum og löngunum liðinna tíma.

Ó-ið úr óskilamunum

Óskilamunir eru verkefni til að ráðast í rétt eins og hvað annað. Með auknum fatamerkingum er möguleiki að bera kennsl á föt barnanna okkar, með góðu aðgengi að fötum sem eru í óskilum verður leitin auðveldari og fleiri flíkur munu komast til skila til eigenda sinna.

Virpi býður upp á almennt erindi um óskilamuni með það að markmiði að „taka Ó-ið úr óskilamunum“. Hún kynnir fyrstu skrefin í 9 liðum sem gott er að stíga til að koma í veg fyrir uppsöfnun óskilamuna. Erindið er tilvalið fyrir foreldrahópa í grunnskólum, leikskólum og hjá íþróttafélögum – alls staðar það sem óskilamunir eiga það til að hrannast upp og daga uppi!

Ó-ið úr óskilamunum er verkefni sem Virpi Á réttri hillu hefur sett saman og grunnskólum landsins og foreldrafélögum býðst að vinna með eða án aðstoðar hennar. Hægt er að fá Virpi í verkefnið með skólanum og foreldrafélaginu við skólann í allan vetur eða að hluta, en óskilamunaverkefnið spannar allt skólaárið. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

Ert þú foreldri eða kennari sem hefur áhuga á málefninu? Þú getur orðið til þess að verkefnið fari af stað í skólanum þínum! Hér má hafa samband við Virpi og óska eftir fyrsta fundi (að kostnaðarlausu á höfuðborgarsvæðinu skólaárið 2020-21).

Ert þú áhugamanneskja um óskilamuni? Komdu í hóp áhugasamra foreldra og starfsfólks í Facebook-hópnum Ó-ið úr óskilamunum !

Skipulagið heima fyrir, herbergi fyrir herbergi – NÝTT!

Hér er erindi sem beðið hefur verið eftir um hvert herbergi heimilisins fyrir sig! Erindið er tvískipt, með viku á milli. Við skoðum okkar eigið heimili og mátum það við efni erindisins með það að markmiði að fá hugmyndir og ráð til að ráðast í tiltekt á heimili okkar – ef það er það sem við viljum gera!

Saman förum við í gegnum forstofuna, eldhúsið, baðið, svefnherbergið og stofuna, auk þess sem við lítum inn í geymsluna og bílskúrinn.

Heimili okkar er summa alls þess sem við höfum verið að fást við um ævina. Þar eru margir hlutir sem við viljum og þurfum að halda í en einnig  annað sem við höfum bara ekki ennþá viljað taka ákvörðun um að sleppa tökum af.

Þegar plássið er fullnýtt og hlutirnir farnir að há okkur frekar en að vera í okkar þjónustu er tímabært að staldra við og taka ákvarðanir. Markmið þessa tvískipta erindis er að hrista blíðlega upp í þátttakendum og gefa hugmyndir að litlum aðgerðum til að finna pláss og tíma heima fyrir.

Sérsniðin erindi

Hægt er að panta erindi hjá Virpi sem er sniðið sérstaklega að þörfum fyrirtækisins eða félagsskaparins hverju sinni.

Virpi getur mætt hvert á land sem er og tekur einnig vel í að halda hvort tvegga námskeið og erindi á netinu.

Hverskonar fræðslu eða skemmtun stendur þú fyrir? Hvað gæti Virpi Á réttri hillu haft til málanna að leggja? Kannaðu málið, Virpi er við í síma 691 0991 og einnig er hægt að senda póst hér.

Umsagnir viðskiptavina
tékkmerki beigeTékkmerki_tákn

Spurningar og svör

póstur_tákn_beigePóstur_tákn

Hafðu samband

Facebook_tákn_beigeFacebook_tákn

Facebook

tékkmerki beigeTékkmerki_tákn

Verðskrá

Deila síðunni: