Komum röð og reglu á skápa og geymslur – og um leið líðan og hugsanir.
Aukum verðmæti þess sem við eigum nú þegar.
Finnum skipulagið sem hentar þér eða fyrirtækinu þínu.
Komum auga á aðalatriðin og mótum markmiðin saman.
Búum til pláss og tíma.
Komum ró á umhverfið og stefnum að jafnvægi í lífinu.
Virpi Jokinen Á réttri hillu aðstoðar einstaklinga og minni fyritæki við að ná stjórn á alls kyns hlutum, pappírum – og um leið tímanum. Virpi er fyrsti vottaði skipuleggjandinn (e. Professional Organizer) hér á landi svo vitað sé.
Náum yfirsýn, forgangsröðum, búum til reglur – og förum svo eftir þeim. Geymum minningar – ekki hluti!
Rýmið skoðað saman og staðan greind
Raunhæf markmið sett í samráði við viðskiptavininn
Verkefnið afmarkað og skipulagt
Sameiginlegar vinnustundir bókaðar til að vinna saman að verkefninu
Mikilvægir hlutir flokkaðir frá óþarfa á skipulagðan máta frá upphafi til enda
Tökum sleppt á því sem hefur lokið hlutverki sínu
Mikilvægustu munum og skjölum raðað upp á nýtt út frá stærð rýmisins sem er til umráða
Staðan metin og framhald ákveðið eftir hverja vinnustund
Farið í endurvinnslu við fyrsta tækifæri með það sem var flokkað frá því mikilvægasta
Í sumum tilfellum duga þessi fyrstu skref; þ.e. fyrsta viðtal og ein sameiginleg 1–3 klst. vinnustund.
Þegar verkefnið er umfangsmeira er haldið áfram þar til því er lokið en stærstu verkefnin geta spannað mánuði.
Engin krafa er gerð um að viðskiptavinurinn vinni að verkefninu á milli vinnustunda en þetta fer algjörlega eftir stöðu verkefnisins og viðskiptavinar í hverju tilfelli.
Stundum vilja viðskiptavinir velja sér verkefni á milli vinnustunda, eins og t.d. að taka niður óhentugar hillur, gefa húsgögn og muni, útvega nýja snaga eða geymslukassa.
Skipulagsaðstoðinni er lokið þegar viðskiptavinurinn er ánægður eða velur að halda áfram einn síns liðs.
Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður; börn fæðast, unglingar flytja að heiman, hjón skilja, efnahagsaðstæður breytast, nákomnir deyja, við skiptum um vinnu eða flytjum oft. Allar þessar breytingar hafa í för með sér gamla og nýja hluti, oft ofgnótt af hlutum – og stundum er ekki auðvelt að eiga við þetta allt, að minnsta kosti ekki ein og óstudd.
Skipulagsleysi getur endurspeglast í líðan; þegar maður hugsar um tiltekt en veit ekki hvar á að byrja og manni fallast hreinlega hendur. Öll getum við lent í því að vera einn daginn stödd þar í lífinu að verkefnin virðast óyfirstíganleg og maður veit ekki hvar á að byrja.
Með skipulagsaðstoð er auðveldara að losa sig við allan óþarfa og skapa í framhaldinu nýjar venjur. Tilgangur þjónustunnar er að skapa pláss og tíma.
Saman förum við í gegnum hluti sem ekki er lengur þörf á og röðum mikilvægari munum og pappírum til þess að aðlaga fjölda muna að stærð rýmisins sem er til umráða hverju sinni. Markmiðið er betri yfirsýn og einfaldara líf.
Tiltekt með utanaðkomandi aðstoð er árangursrík. Með skipulagsaðstoð er auðveldara að láta óþarfa hluti fara og skapa um leið skipulag sem auðvelt er að viðhalda. Allt er unnið í góðu samstarfi við viðskiptavininn og byggir á gagnkvæmu trausti, þörfum og markmiðum hans.
Hlustar og aðstoðar við að skilgreina markmið viðskiptavina
Aðstoðar við að flokka óþarfa hluti frá mikilvægum á skipulagðan máta frá upphafi til enda
Aðstoðar við að búa til skipulag sem auðvelt er að fylgja
Styður ferlið þar sem breytingar eiga sér stað
Aðstoðar viðskiptavininn við að sleppa tökunum á því sem hefur lokið hlutverki sínu