Algengar Spurningar
Verkfaerakassinn

Fyrir hvern eru fyrirlestrar Virpi?

Megininntak erinda og námskeiða Virpi Á réttri hillu er hvernig hægt sé að nota skipulag sem verkfæri til að bæta líðan. Erindin eiga því við alla sem eru í þeim sporum að eiga of mikið af einhverju, vera við það að bugast af óreiðunni eða standa ráðalausir frammi fyrir einhverju verkefni sem snýr að hlutum.

Hvernig virkar óskilamunaverkefnið?

Óskilamunir eru Virpi mikið hjartans mál. Þökk sé styrk frá Atvinnumálum kvenna hefur gefist tækifæri til að setja saman verkefni sem stendur fyrst og fremst til boða fyrir  grunnskóla og foreldrafélög við skólana. Hægt er að ráða Virpi í að koma af stað vinnu innan skólans til þess að koma í veg fyrir uppsöfnun óskilamuna, með því að vekja athygli á mikilvægi fatamerkinga og auðvelda leit að týndum flíkum.

HVAÐ ef ég er ekki viss um að ég treysti mér í þetta?

Viðskiptavinir Á réttri hillu eru sammála um að það allra erfiðasta sé fyrsta símtalið, sem á sér oft stað eftir margra mánaða, jafnvel árs umhugsun. Öll verkefni hefjast á viðtali til að skoða rýmið sem verkefnið snýr að og til að greina stöðuna. Siðan eru sett raunhæf markmið í samráði við viðskiptavininn og verkið skipulagt. Eftir viðtalið er bókaður tími til að vinna saman að verkinu, en einungis ef viðskiptavinurinn treystir sér til að hefja verkefnið.

Hversu langan tíma tekur verkið?

Það er mjög misjafnt hversu mikinn tíma þarf í hvert verk. Það fer eðlilega mikið eftir umfanginu og einnig því hversu tilbúinn viðskiptavinurinn er að taka ákvarðanir. Einnig er gott að gera ráð fyrir að hafa góðan tíma þar sem ekki þarf að sinna neinu öðru á meðan, t.d. vinnunni, símanum eða börnum.

Er þetta hreingerningaþjónusta?

Skipulagsaðstoð felst í því að fækka og raða hlutum með viðskiptavininum en ekki að þrífa. Sömuleiðis þarf ekki að taka til eða þrífa áður en skipulagsaðstoðin hefst. Mikilvægast er að greina þær aðstæður sem skapa ringulreið og byrja að fást við þær. Regluna er hægt að búa til þegar vandinn sem regluleysið skapar er sýnilegur.

Er þetta ekki bara eitthvað sem ég fæ systur mína til að hjálpa mér með?

Vissulega getur verið gott að fá systkini sín eða aðra nákomna til að hjálpa sér en stundum er það einfaldlega ekki hægt – og kannski er það ekki alltaf besta lausnin. Aðstoðin sem hér um ræðir byggir á trausti milli aðila þar sem mál annarra viðskiptavina eru ekki til umræðu og ekkert er fjarlægt eða snert án leyfis. Meginmarkmiðið er að bæta líðan viðskiptavinarins.

Hver ræður hverju verður hent og hvað geymt?

Viðskiptavinurinn tekur sjálfur allar ákvarðanir um hvað á að eiga og hverju á að henda en fær stuðning í gegnum allt ferlið og uppástungur að lausnum.

ER ÞETTA SVONA EINS OG KONMARI?

Nei, ekki alveg, Virpi gerir ekki kröfu um að unnið sé eftir KonMari-aðferð Marie Kondo, þó að vissulega sé hægt að nýta ýmis góð ráð þaðan.

Er þessi þjónusta bæði fyrir heimili og fyrirtæki?

Já, óþarfir hlutir og pappírar geta auðveldlega safnast upp, jafnt í vinnunni sem inni á heimilinu, af mörgum ástæðum. Með skipulagsaðstoð er hægt að ná stjórn á aðstæðum og tíminn mun í framhaldinu nýtast í annað – í stað endalausrar leitar að hinu og þessu.

Hvað kostar þjónustan?

Verð fer eftir umfangi verks. Upplýsingar um verðskrá fyrirtækisins má skoða hér. 

Með skipulagsaðstoð er auðveldara að losa sig við allan óþarfa og skapa í framhaldinu reglu sem auðvelt er að viðhalda.
Tilgangur þjónustunnar er að skapa pláss og tíma.
Fleiri spurningar? Sendu línu!
Algengar Spurningar
Verkfaerakassinn

Fyrir hvern eru fyrirlestrar Virpi?

Megininntak erinda og námskeiða Virpi Á réttri hillu er hvernig hægt sé að nota skipulag sem verkfæri til að bæta líðan. Erindin eiga því við alla sem eru í þeim sporum að eiga of mikið af einhverju, vera við það að bugast af óreiðunni eða standa ráðalausir frammi fyrir einhverju verkefni sem snýr að hlutum.

 

HVERNIG VIRKAR ÓSKILAMUNAVERKEFNIÐ?

Óskilamunir eru Virpi mikið hjartans mál. Þökk sé styrk frá Atvinnumálum kvenna hefur gefist tækifæri til að setja saman verkefni sem stendur fyrst og fremst til boða fyrir  grunnskóla og foreldrafélög við skólana. Hægt er að ráða Virpi í að koma af stað vinnu innan skólans til þess að koma í veg fyrir uppsöfnun óskilamuna, með því að vekja athygli á mikilvægi fatamerkinga og auðvelda leit að týndum flíkum.

 

HVAÐ ef ég er ekki viss um að ég treysti mér í þetta?

Viðskiptavinir Á réttri hillu eru sammála um að það allra erfiðasta sé fyrsta símtalið, sem á sér oft stað eftir margra mánaða, jafnvel árs umhugsun. Öll verkefni hefjast á viðtali til að skoða rýmið sem verkefnið snýr að og til að greina stöðuna. Siðan eru sett raunhæf markmið í samráði við viðskiptavininn og verkið skipulagt. Eftir viðtalið er bókaður tími til að vinna saman að verkinu, en einungis ef viðskiptavinurinn treystir sér til að hefja verkefnið.

 

HVERSU LANGAN TÍMA TEKUR VERKIÐ?

Það er mjög misjafnt hversu mikinn tíma þarf í hvert verk. Það fer eðlilega mikið eftir umfanginu og einnig því hversu tilbúinn viðskiptavinurinn er að taka ákvarðanir. Einnig er gott að gera ráð fyrir að hafa góðan tíma þar sem ekki þarf að sinna neinu öðru á meðan, t.d. vinnunni, símanum eða börnum.

 

Er þetta hreingerningaþjónusta?

Skipulagsaðstoð felst í því að fækka og raða hlutum með viðskiptavininum en ekki að þrífa. Sömuleiðis þarf ekki að taka til eða þrífa áður en skipulagsaðstoðin hefst. Mikilvægast er að greina þær aðstæður sem skapa ringulreið og byrja að fást við þær. Regluna er hægt að búa til þegar vandinn sem regluleysið skapar er sýnilegur.

 

Er þetta ekki bara eitthvað sem ég fæ systur mína til að hjálpa mér með?

Vissulega getur verið gott að fá systkini sín eða aðra nákomna til að hjálpa sér en stundum er það einfaldlega ekki hægt – og kannski er það ekki alltaf besta lausnin. Aðstoðin sem hér um ræðir byggir á trausti milli aðila þar sem mál annarra viðskiptavina eru ekki til umræðu og ekkert er fjarlægt eða snert án leyfis. Meginmarkmiðið er að bæta líðan viðskiptavinarins.

 

Hver ræður hverju verður hent og hvað geymt?

Viðskiptavinurinn tekur sjálfur allar ákvarðanir um hvað á að eiga og hverju á að henda en fær stuðning í gegnum allt ferlið og uppástungur að lausnum.

 

ER ÞETTA SVONA EINS OG KONMARI?

Nei, ekki alveg, Virpi gerir ekki kröfu um að unnið sé eftir KonMari-aðferð Marie Kondo, þó að vissulega sé hægt að nýta ýmis góð ráð þaðan.

 

Er þessi þjónusta bæði fyrir heimili og fyrirtæki?

Já, óþarfir hlutir og pappírar geta auðveldlega safnast upp, jafnt í vinnunni sem inni á heimilinu, af mörgum ástæðum. Með skipulagsaðstoð er hægt að ná stjórn á aðstæðum og tíminn mun í framhaldinu nýtast í annað – í stað endalausrar leitar að hinu og þessu.

 

Hvað kostar þjónustan?

Verð fer eftir umfangi verks. Upplýsingar um verðskrá fyrirtækisins má skoða hér. 

Fleiri spurningar? Sendu línu!
Hugmynd

Það er góð hugmynd að fá aðstoð við að koma á betra skipulagi.

Markmið

Virpi hlustar eftir aðalatriðum – og aðstoðar viðskiptavini við að móta markmiðin.

Skipulag

Skipulag þar sem allt smellur saman er gagnlegt og skapar bæði pláss og tíma.

Heimilið

Virpi aðstoðar við að koma á skipulagi og nýta betur það rými sem er til umráða hverju sinni.

Tími

Komum ró á umhverfið, náum betur utan um tímann og stefnum að jafnvægi í lífinu.

Njótum

Með yfirsýn höfum við betri tíma til að slaka á, dansa og njóta lífsins.

Deila síðunni: