NÝTT óskilamunaverkefni fyrir grunnskóla
Kunnugleg sjón í grunnskólum landsins að vori: Heilu haugarnir af flíkum sem hafa orðið eftir í skólanum og ekki komist til eigenda sinna jafnóðum yfir veturinn. Málaflokkur sem fæstum þykir vænt um, margir eru hneykslaðir yfir og fáa langar að sinna.
Óskilamunir eru verkefni til að ráðast í rétt eins og hvað annað. Með auknum fatamerkingum er möguleiki að bera kennsl á föt barnanna okkar, með góðu aðgengi að fötum sem eru í óskilum verður leitin auðveldari og fleiri flíkur munu komast til skila til eigenda sinna.
Staðreyndin er að mörg börn hafa alltaf og munu alltaf gleyma og týna einhverju af fötum sínum og munum. Sumt týnist og finnst aldrei aftur en það þarf svo sannarlega ekki að eiga við um megnið af óskilamunum. Nú er komið af stað verkefni sem hægt er að nýta sér í baráttunni við óskilamunaskrímslið!
Vilt þú fá frekari upplýsingar? Settu þig í samband við Virpi hér.