Virpi Á réttri hillu er skemmtilegur fyrirlesari hvort sem um er að ræða hóp af starfsfólki á tiltektardegi, kvöldstund kvenfélagsins, opinn fyrirlestur í bókasafni bæjarins eða námskeið á netinu. Hún er hafsjór af fróðleik, á til endalaust af góðum ráðum og sniðugum uppástungum að lausnum.
Megináherslan í erindum og á námskeiðum Virpi er að bæta líðan og létta lund þátttakenda og að leita að öllum þeim þáttum sem eru sammannlegir og sem flestir kannast við en sem okkur hættir stundum til að halda að hái engum í heiminum nema okkur sjálfum.
Markmið Virpi er að allir sem hlusta á erindi hennar fái svör við sem flestum af spurningum sínum og fari til síns heima eða til sinna starfa með hugmynd um fyrstu skrefin í áttina að skýrara, léttara og einfaldara hversdagsskipulagi.
Virpi fjallar mikið um mikilvægi og áskoranir þess að sleppa tökunum en það er oft prófsteinninn í skipulags- og tiltektarverkefnum. Virpi tekur sjálfa sig ekki of alvarlega og leitast við að hafa öll erindin létt og aðgengileg.