Í sumum tilfellum duga þessi fyrstu skref; þ.e. fyrsta viðtal og ein sameiginleg 1–3 klst. vinnustund.
Þegar verkefnið er umfangsmeira er haldið áfram þar til því er lokið en stærstu verkefnin geta spannað mánuði.
Engin krafa er gerð um að viðskiptavinurinn vinni að verkefninu á milli vinnustunda en þetta fer algjörlega eftir stöðu verkefnisins og viðskiptavinar í hverju tilfelli.
Stundum vilja viðskiptavinir velja sér verkefni á milli vinnustunda, eins og t.d. að taka niður óhentugar hillur, gefa húsgögn og muni, útvega nýja snaga eða geymslukassa.